Re: Re: Klifur í Tvíburagili, alltaf eitthvað í deiglunni

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í Tvíburagili, alltaf eitthvað í deiglunni Re: Re: Klifur í Tvíburagili, alltaf eitthvað í deiglunni

#56161
0703784699
Meðlimur

Já það væri svo sannarlega markmið að reyna að ná Czech Route undir 60 tímum eða ná að verða 4 teymið sem klifrar þá leið.

Það væri gaman að sjá þá fara nýju Cassin leiðina, Demantinn, sem er ekki ýkja fjölfarin rétt er það. Færri hafa farið hana en Spora á góðri helgi. Nú eða þá bara Cassin classic (sem ég held að hafi verið klifin af hópi ísl. um 2000). Svo sem af nógu að taka á suðvesturhlíðinni…..

American Direct (með Scott variation) væri síðan annað skemmtilegt mission…

En ég var nú aðalega að henda fram spurningunni og vonast eftir svari….hvað menn ætla að gera og þá líka kannski af hverju nærliggjandi snillingar hafi ekki heillað meira?

En það kom fram umræða á síðasta ári að gjöld til að klifra fjallið væru að fara að hækka….kannski hefur það heillað eða eitthvað annað.

En sama hvaða leið þeir velja af þessum að þá eru þeir klárlega komnir í hóp heimsfrægra alpaklifrara, enda ekki beint fjölfarnar leiðir sem nefndar eru.

kv.Himmi