Re: Re: Kistufellið og myndakvöld

Home Umræður Umræður Almennt Kistufellið og myndakvöld Re: Re: Kistufellið og myndakvöld

#57958
1207862969
Meðlimur

[attachment=487]kistufell.jpeg[/attachment]
Úr ársriti Ísalp 1985:

„50. Suðvesturhorn – snjór
Gráða 1. Lengd 400 m. Tími 1-2 klst. [tími miðast eingöngu við klifrið sjálft og vana klifrara]
Löng snjóleið. Geta verið nokkur auðveld íshöft sem auðvelt er að sneiða hjá. Efst er ýmist farið upp gilið eða, ef snjór er mikill, upp hamrabeltin sunnan þess.“

Þetta er semsagt klassíska leiðin á suðvesturhorn Kistufells, en gjarnan er brugðið út af henni, t.d. ef snjór er ekki mikill.

Ljóst er að þeir sem ætla að mæta í þessa ferð verða að hafa með sér hjálm, belti, tvær klifuraxir og brodda.

Ef eitthvað er óljóst er sjálfsagt að svara hér á þræðinum, eða senda fyrirspurn á stjorn(hja)isalp.is