Re: Re: Jólaskíðun?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Jólaskíðun? Re: Re: Jólaskíðun?

#57236
Smári
Participant

Ekki mikið um hetjuskap í jólaskíðuninni. fjórir mættu og stefnan var sett á Tindfjöll. Ferðin lofaði góðu því þrátt fyrir frekar lítinn snjó nar búið að skafa slatta í veginn og festum við bílinn nokkrum sinnum áður en ákvörðun var tekin um að ekki yrði ekið lengra og þrammað af stað. Við áttum s.s. von á að einhverjar línur væru skíðanlegar og dagurinn yrði hinn besti. Þegar við hins vegar komum upp á sléttuna neðan við flubbaskálann var svæðið nánast marautt fyrir utan nokkra skafla sem við þræddum á skíðunum. Þegar komið var að skálanum (flubba) var ákvörðun tekin um að skíða þar stutta brekku sem hafði safnað smá snjó í sig í stað þess að fara á Ými því mikil þoka var þar uppi. Dagurinn samanstóð s.s. af töluverðri göngu, smá skíðun í leiðinlegu færi og að ýta sér yfir sléttuna til baka því rennslið í snjónum var frekar lélegt. En ef maður lítur á björtu hliðarnar þá fékk maður fullt af frísku lofti og góða axlarvöðvaæfingu :)

Smári