Re: Re: Ísklifur í Noregi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur í Noregi Re: Re: Ísklifur í Noregi

#57396
Steinar Sig.
Meðlimur

Það hefur kannski ekki farið mikið fyrir þessu hér á spjallinu, en það eru allnokkrir Ísalparar á leið til Rjukan í Noregi á ísklifurfestival í febrúar.

Getið séð einhverjar upplýsingar um þetta hér ásamt lista yfir þá sem ætla: https://www.facebook.com/events/273390769345127/

Annars er það þannig að við Óli Magg erum búnir að leigja hýttu í Rjukan Hytte og Caravanpark. Hýttan er fjögurra manna, þ.a. það er pláss fyrir tvo til viðbótar. Ég gisti þarna í fyrra og þetta er alveg ágætis gisting fyrir engan pening. Kofinn kostar 625 nkr nóttin. Eins og er deilist það með tveimur og er þá svipað og hostelið, en ef einhver hefur áhuga að deila þessu með okkur er þetta orðið skítbilligt.

Reiknum einnig með að leigja bíl og gætum deilt honum ef einhverjir hafa áhuga. Bíll kostar ca. 2500-3500nkr fyrir tímabilið sem við ætlum að vera.

Þannig að, við ætlum að vera þarna frá 18.-26. febrúar og ef einhver vill deila bíl eða gistingu með okkur hluta eða allan tímann, hafið þá samband í steinarsig@gmail.com.

Sjáið gamlar ísalpmyndir frá Rjukan hér (sama gisting): http://www.isalp.is/greinar/6-laestar-greinar/272-%C3%8Dsklifur%20%C3%AD%20Rjukan.html

Mínar myndir frá því í fyrra: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157625831344148/