Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57984
Otto Ingi
Participant

Ég, Birgir og Ásdís (HSSR lið) fórum í Single malt on the rocks í bröttubrekku 25 nóv. Frábær leið fyrir byrjendur, fullt af stuttum höftum og hægt að labba út úr leiðinni eftir hvert haft. Tókum hana frá byrjun og það var alveg allur dagurinn. Nóg af ís þarna síðustu helgi.

Ég og Birgir fórum svo í Múlafjall í dag, fullt af ís en hann var rosaleg kertaður og þétt sturta í öllum fossum. Ég gleymdi hjálminum í bænum þannig að við löbbuðum upp fyrir leiðirnar og klifruðum Rísanda og Stíganda í ofanvaði (skiptumst á að nota hjálminn hans Bigga). Þetta var nú reyndar lán í óláni því hvorugur okkar hefði þorað að leiða þetta í þessum aðstæðum.

Fundum þessa hnetu ásamt karabínu í mosanum fyrir ofan Rísanda, ef eigandinn vill fá þetta má hann hafa samband við mig í sima: 6918666

[attachment=502]2012-12-0116.54.50.jpg[/attachment]

Læt eina mynd fylgja af hafti númer 2 í Stíganda.

[attachment=503]2012-12-0114.42.14.jpg[/attachment]

kv.
Ottó Ingi