Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

#57321
Arni Stefan
Keymaster

Ég, Helgi Egilsson og Rúna Thorarensen skelltum okkur í stutta ísklifur og gönguskíðaferð nú í vikunni.
Við byrjuðum í Brynjudal þar sem allt var í brakandi aðstæðum (amk fyrir hláku) og klifruðum Þrándarstaðafossana. Þá var ferðinni heitið í Haukadalinn og vorum við líklega fyrstu klifrararnir þar á ferð þetta sísonið. Dalurinn er (eða amk var) fullur af ís og við klifruðum þar í tvo daga. Ef að sama er í gangi í Bíldudal eigum við vonandi feitt festival í vændum.
Þá var ferðinni heitið á Lýsuhól á Snæfellsnesi þar sem planið var að skíða á gönguskíðum. Ferðin þangað var sérstaklega skemmtileg og tók litla 6,5 tíma, oft á tíðum vorum við Rúna á broddum að ýta við bílnum til þess að halda honum á veginum. Setjum kannski inn ferðasögu/myndir seinna.

Hvernig er það annars með ísklifur á Snæfellsnesinu? Hefur mikið verið klifrað þar og ef já, þá bæði sunnan og norðan megin?