Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður › Re: Re: Ísaðstæður
17. mars, 2012 at 18:04
#57586

Participant
Fór í dag ásamt Arnari Emils og Grétari í norðurvegg Heiðarhorns. Við keyrðum alveg upp að veggnum án þess að hleypa úr og stytti það gönguna umtalsvert þó ekki sé meira sagt. Klifruðum lænu sem er ekki í leiðarvísi, 3 fullar 60 metra spannir upp klettabeltið vinstramegin við Jónsgil. Klifrið var um 3+, nægur ís en stökkur og harður. Kláruðum svo langa snjóbrekku upp á topp og í sólskynið. Skokkuðum á toppinn og svo niður og vorum komnir í bæinn um kaffileitið. Allir norðurveggirnir eru í svakalega góðum aðstæðum.
[attachment=421]leid.JPG[/attachment]