Re: Re: Ís aðstæðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ís aðstæðu Re: Re: Ís aðstæðu

#55755
Bergur Einarsson
Participant

Fór með Jósef úr Hafnarfirðinum og gerðum fræðilega úttekt á því hvort ekki sé hægt að klifra Spora í einni 60 m spönn með því að sleppa fyrsta stallinum. Maður kemst upp en ekki alla leið að nýja boltanum í toppnum.

Fórum einnig línuna í þrönga gilinu NV við spora í mjög skemmtilegum og landslagsmiklum ís þó að hann hafi verið þunnur á köflum.

Maður veit ekki alveg hvernig lægðin í gær fór með þetta en það var töluverður ís í Spora þannig að væntanlega er nóg eftir.