Re: Re: Í fréttum er þetta helst

Home Umræður Umræður Almennt Í fréttum er þetta helst Re: Re: Í fréttum er þetta helst

#57863
Gummi St
Participant

Flott að sjá að menn séu að gera flotta hluti eins og þið úr Eyjum.

Kannast vel við það að veður setji strik í reikninginn, lenti í því sama í fyrra í Cham þegar við ætluðum að taka ákveðinn tind þarna eftir aðlögunardagana þá kom bara lægð yfir svæðið og við fengum að eyða nokkrum dögum í klettaklifri niðrí bæ og hinumegin við bæinn þartil við fórum heim sem var alveg gaman en ekkert alpine stuff.
Það hefði verið gaman að hitta á ykkur þegar ég var í björgunarsveitahúsinu í Eyjum í gær.

Annars er þetta áhugverð græja frá Mammut, sniðugt setup og hugmynd en maður þyrfti að fikta dáldið í þessu áður en maður ryki með þetta í langar fjallaferðir.

Fyrst menn eru að tala um hvað sumerið hefur farið í að þá fórum við Óðinn á Þumal í sumar, skemmtilegur tindur og er auðveldur fyrir þá sem kunna að bjarga sér við fjölspanna- og dótaklifur. Einhverjar myndir á http://www.climbing.is fyrir áhugsama.

Svo skilst mér að fleiri íslendingar séu á leið í Alpanna svo aldrei að vita nema ferðasögur dúkki upp á næstu vikum?

Annars erum við að fara að undirbúa sísonið hjá klúbbnum og allar uppástungur eru vel þegnar, ef einhver er til í að koma og sýna myndir úr ferðum eða bara eitthvað sniðugt þá endilega hafa samband við stjórn. Það er margt spennandi á döfinni.

-GFJ