Re: Re: Gufunesturninn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gufunesturninn Re: Re: Gufunesturninn

#57257
Gummi St
Participant

Gott að það sé áhugi fyrir turninum!

Ég er búinn að hafa áhuga fyrir að víkka aðeins notkunargildi hans þar sem þetta er innanbæjar og frábær aðstaða.

Við Addi fórum og hengdum upp nokkra plastkubba sem er hægt að nota í drytool klifur. Flott væri að fjölga þeim og hengja jafnvel upp rekaviðsdrumb í járnslá til að gera þetta meira spennandi og erfiðara. Ég á drumbinn til en vantar góða og sterka festingu fyrir hann ef einhver kann að og getur smíðað úr járni.
Hugmyndin var að setja drumbinn rétt við ísinn þannig að þegar ís er þá getur maður farið úr ísnum í drubinn líka oþh…

Varðandi íssöfnunina að þá held ég að það væri gott að kaupa svoldið meira hænsnanet og beygja það í svona „vöfflulaga“ lag yfir stóra netið því það safnar helvíti vel í sig ís. Svo er það sem vantaði nú í haust þegar byrjaði að frysta að láta net ná alveg niður til að búa til undirstöðuna undir alltsaman en þau net eru alltaf tekin niður á vorin svo krakkar séu ekki að príla í þessu.

Ef menn eru til í að koma í vinnukvöld í turninum væri það frábært, það fer talsverður tími í að hengja upp festingar oþh… minnir að við höfum verið

Varðandi lyklamál þá tökum við það aðeins í umræðu á stjórnarfundi í vikunni, meira um það síðar.

-GFJ