Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fyrsta ísklifur vetrarins Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

#55709
2808714359
Meðlimur

Ég og Finni skelltum okkur í huggulegt alpaklifur á miðvikudaginn síðasta. Bröltum upp norðurhliðina á Kerlingu. Völdum rennu sem skilaði okkur frá hryggnum og endaði rétt vestan við vörðuna.

Klifrið byrjaði einhversstaðar í 1367m. og endaði í 1540m. hæð og þurftum við að byrja á að klifra ofan í sprunguna sem er á milli Lambárjökulsins og Kerlingarinnar til að koamast að fjallinu.

Fyrsta spönnin var nokkuð hressandi, að klifra yfir sprunguna og upp klettinn hinumeginn. Svo tók við hliðrun í rennuna sem við ætluðum upp og smá snjó/ís blanda. Í þessarri spönn notuðum við flestar tegundir af tryggingatólum, vin, hnetur, slinga, fleiga og ísskrúfu. Næstu tvær-þrjár spannir fríklifruðum við þar sem hallinn var minni og töluvert af snjó.

Það er helvíti löng aðkoma að þessarri klifurleið og get ég ekki sagt að ég muni leggja oft leið mína þarna upp til að klifra. En þar sem kvikindið blasir við úr stofuglugganum heima urðum við bara að skella okkur. n.jpg