Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fyrsta ísklifur vetrarins Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

#55708
Freyr Ingi
Participant

Tryggvi Stefánss. og ég vorum einnig á ferðinni síðastliðinn sunnudag (annan dag vetrar).
Keyrðum undir Múlafjalli og með fyrsta könnunarteymið á símalínunni og sjónauka í andlitinu ákváðum við að freista gæfunnar frekar í Kjósinni en Hvalfirði.

Ísfossinn Spori liggur í um 250 metra hæð yfir sjó, vísar í norður og töluvert lengra inn til landsins en Múlafjallið. Þar fundum við ís…. en ekki sérlega mikið af honum, eða allavega var hann ekki alveg í stuði fyrir ísskrúfur hvar sem er. Í þetta skiptið fóru einungis 4 skúfur í leiðina sem bæði dúaði pínu og var vel blaut að aftan.

Gaman að sjá hvernig veðrið fer með allann þennann uppsafnaða klaka.

Freysi