Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Umræður Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56317
1908803629
Participant

Gott að sjá að þessi umræða er farin af stað – vonandi láta fleiri sjá sig sem frambjóðendur til að fylgja eftir góðu starfi fráfarandi stjórnar.

Varðandi áherslur í starfseminni þá er held ég lykilatriði númer 1 – Keep up the good work, enda hefur stjórnin gert góða hluti síðastliðin ár.

Því til viðbótar hef ég velt því fyrir mér hvort efla mætti mál er snúa að öryggi á fjöllum sem samtvinnast við leiðarvísa og þess háttar. Það er auðvitað hellingur búinn að gerast en í samanburði við útlöndin er hugsanlega sóknartækifæri hér.

Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvort styrkja mætti tengingu við klifurhúsið og alla elítu klettaklifrarana sem virðast hafa fjarað svolítið frá Ísalp síðastliðin ár og spurning er hvernig „nýliðun“ í alpinismann sé í dag sbr. við hvernig það var fyrir 5-10 árum. Er hugsanlega stór hluti efnilegra klifrara að stefna í sportklifrið eingöngu?

Þetta var svona top of mind… En Himmi – hvenær býður þú þig fram til stjórnar?