Home › Umræður › Umræður › Almennt › Ferðaþjónustan – gistináttaskattur › Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur
Mátti nú varla við svona ádrepu frá Ívari í dag ofan á flensu og tannlæknatíma í dag. Hvað rekstur skíðasvæðanna varðar þá eru þau langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin þvert á móti. Kannski best sé að einkavæða bara allt.
Ég held að eitt mesta mein samfélagsins er að menn sitja ekki við sama borð. Sama á við rekstur í hinum ýmsu atvinnugreinum samfélagsins. Í hótel- og veitingabransanum er mikil kergja . Flestir borga öll gjöld eins og lög gera ráð fyrir en aðrir koma sér hjá því. Og komast undarlega lengi upp með það. Þetta er náttúrulega algjörlgega óviðunandi staða fyrir heiðarlega aðila í greininni. Að hluta til virðist þetta líka eiga við ferðaþjónustuna. Hvernig er það rökstutt að sumir þurfi leyfi og borgi gjöld en aðrir ekki?
Hvað launagreiðslur varðar þá tíðkaðist það að borga mestan hluta tekna í dagpeningum. Þetta er víst mikið breytt en tiðkast þó enn hjá einhverjum fyrirtækjum.
Er eðlilegt að borga laun á þennan hátt og að þetta misræmi sé milli fyrirtækja? Mikill sparnaður fyrir viðkomandi en spurning hvort þetta sé eðlilegt.
Hvað er annars þetta gistináttagjald margar krónur á nóttina?
Kv. Árni Alf.