Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

Home Umræður Umræður Almennt Ferðaþjónustan – gistináttaskattur Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

#57252
2806763069
Meðlimur

Nú er ég alveg rasandi brjálaður Árni. Hingað til hefur nú flest sem þú segir átt nokkurn rétt á sér þó að fortíðaþráin og nostalgían hafi stundum verið dáldið fram úr hófi!

Greiði ég ekki mitt til samfélagsins? Ég veit ekki betur en að ég greiði hér skatta af laununum mínum og þeim vörum sem ég versla. Ég veit ekki betur en að þeir túrhestar sem ég þjónusta greiði sömuleiðis skatta af þeim vörum sem þeir kaupa hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki greiða svo einnig skatt af t.d. eldsneyti sem þau nota – og það kæmi mér ekki á óvart ef sá skattur væri töluvert hærri en það fjármagn sem notað er í uppbyggingu vegakerfis á helstu ferðaþjónustustöðum (Sólheimajökull er einmitt einn af þeim). Svona þar sem ég sá tölurnar nýlega þá koma 19% af gjaldeyristekjum landsins í gengum ferðaþjónustuna. Eigum við eitthvað að ræða hvað ríkið kostar miklu til til að styðja við þessa gjaldeyrisöflun – svona í samanburði við fisk- og áliðnaðinn?

Þetta er svona svipað og ef ég færi að væla yfir því hverskonar ómagi þú værir á okkur skattgreiðendum, vinnandi á skíðasvæði sem aldrei skilar hagnaði. Og gerandi það væri ég alveg að gleyma öllum þeim sem vinna við að selja skíðabúnað, skíðafatnað, skíðaferðir, skíðahjálma osf. og greiða af því VSK auk þess að greiða skatt af sínum launum. Ég væri einnig að leiða hjá mér þá staðreynd að stór hluti af þínum launum sem skrifast sem kostnaður á rekstur Bláfjalla fara einmitt beint í ríkiskassan aftur og koma aldrei við í þínum vasa.

Ég á nú að venjast því að þín skrif séu örlítið ígrundaðari en þetta og vona svo sannarlega að sú verði raunin í framtíðinni.

Hitt er svo annað mál að FÍ er ótrúlegt batterí. Þetta væri svosem allt í góðu ef þeir gerðu það sem þeir eiga að gera og þjónustuðu eingöngu sína félagsmenn. En þeir gera það ekki og því eru þeir á samkeppnismarkaði en lúta á engan hátt sömu lögum og reglum og aðrir aðilar á sama markaði. Reyndar á maður ekki von á öðru, alveg síðan þingmaðurinn góði reið um sveitir og lofaði niðurfellinu á öllum gjöldum af snjóflóða ýlum, enda öryggisbúnaður en ekki íþróttavörur, gegn því að hann yrði kosinn. Þegar hann svo var kosinn heyrðist ekki meira um það.

Kannski sérstakur saksóknari sjái sér fært að skoða þessa markaðsmisnotkunn þegar hann er búinn með stóru karlana! Nei líklega ekki því ferðaþjónustan á bara að borga en ekki að vera sjáanleg að öðru leiti.

Góðar stundir!