Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ekki svo nýjar ísleiðir › Re: Re: Ekki svo nýjar ísleiðir

Sorry, tek þetta á mig. Ég er með einhvern bunka í möppu á tölvunni sem er alltaf á leiðinni inn. Lofa að vera duglegur… Ætli ég skuldi ekki einhverja ferðasögu líka, fer beint í það.
Annars er þetta góður punktur hjá ívari meða að skrá leiðir. Í ljósi þess að það voru nokkrar leiðir klifraðar í Múlafjalli í jólaklifrinu þá legg ég til að þeir sem eiga myndir af leiðunum sem þeir fóru pósti þeim í þennan þráð og við reynum svo að komast til botns í nöfnum, gráðum og gömlu kallarnir reyna að dusta rykið af minningunum og sjá hvort þeir muni hvað þetta er.
Ég ætla að pósta mynd af múlafjalli á eftir og merkja inn númer á allar leiðir og það væri gott ef menn gætu merkt eitthvað við það. Það er auðvitað búið að klifra meirihlutann af þessu en vegna skorts á heimildum (er búinna að skima öll ársritin) er nánast ómögulegt að finna eitthvað útúr þessu.
Múlafjall er vinsælt svæði við Reykjavík og synd að ekkert hafi nöfn.
Robbi