Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: Re: Bláfjöll
10. apríl, 2012 at 13:58
#57661

Meðlimur
10 apríl kl: 14:00
Skrambi fallegt veður og skyggni. Reyndar búinn að vera bölvaður belgingur uppi á Fjalli en spáin gerir ráð fyrir að það lægi. Búið að vera frost í nótt þannig að utanbrautar er þetta enn glerhart. Geri ráð fyrir að þegar lægi þá taki sólbráðin við og færið gæti orðið gott.
Allt sem er í skjóli hefur orðið sólbráðinni að bráð og menn ættu að geta fundið einhverjar eðallínur til að skíða á þessum fallega degi a.m.k. þegar líður á daginn.
Í austri á Suðurjöklum og Heklu er einhver móða sem virðist vera að bæta í.
Minni á gönguskíðabrautirnar. Ekki amalegt útsýni.
Skítviðri á morgun en svo lítur þetta þokkalega út a.m.k. út vikuna.
Kv. Árni Alf.