Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57638
0801667969
Meðlimur

3 apríl kl: 16:00

Hitinn kominn upp fyrir frostmark og því komið þetta eðal utanbrautarfæri. A.m.k. fyrir þá sem ýmist nenna þessu varla eða geta. Þunnt mjúkt lag ofan á hörðum grunni. Fallegt vorveður og sólin meira að segja að glenna sig.

Talsverð breyting á færinu frá í gær. Þá var talsvert frost og Fjallið eitt gler. Svo hart að sumir sem duttu fóru á svo mikla siglingu að þeir fengu brunablöðrur. Sjaldgæf meiðsl hér um slóðir.

Göngubrautir um allar trissur. Og ekki vantar snjóinn í fjöll á þessum slóðum.

Kv. Árni Alf.