Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57506
0801667969
Meðlimur

17. feb. 2012 kl: 16:00

Heiðríkja, sól og hægviðri í fyrsta skipti í a.m.k. tvo mánuði. Snjóaði duglega í gær og nótt í SV éljum. Norðan megin í hlíðum er því geggjað utanbrautarfæri. Í Kóngsgilinu er þetta undir og sunnan Kóngsins neðantil í fjallinu. Það væri æði ef Suðurgilið væri opið. Þar er púður upp í mitti eins og alltaf í SV átt. Annars er þetta glerhart allt saman. Alveg þess virði að skjótast á skíði í dag.

Spáð stífri norðanátt svo þessi lausasnjór á líklega alveg eftir að hverfa úr Fjallinu í nótt. Þá verður fátt um fína drætti utan brauta. Bót í máli er að það snjóar á Sunnudaginn.

Kv. Árni Alf.