Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#57996

Gott kvöld

Undanfarar Hjálparsveitar skáta í Garðabæ voru á snjóflóðaæfingu í Bláfjöllum nú í kvöld. Í austanáttinni sem hefur verið ríkjandi síðustu daga hefur snjór safnast í vesturhlíðar sem eru góðar fréttir fyrir skíðafólk. Fórum við í brekkurnar fyrir ofan skálann Gilitrutt (milli Eldborgargils og Kóngsgils) og könnuðum snjóalög og æfðum snjóflóðaleit.

Töluvert er af nýjum snjó í brekkum og lofar það góðu fyrir opnunina á morgun. Þegar við vorum ofarlega í brekkunni heyrðist hávært „vhúúmp“ og snjóþekjan féll saman á mjög stóru svæði. Hljóðið var svo hávært að það heyrðist í gegnum skafrenning til félaga okkar sem voru í um 200 metra fjarlægð. Bökkuðum við því aðeins og könnuðum snjóalög betur.

Með samþjöppunarprófi (Compression test) fengum við samfall á snjólagi eftir 11 högg á 65 cm dýpi (CTM 11 (SP)). Við frekari prófanir fengum við samfall á sama snjólagi milli 17-23 högga. Á ca 67-70 cm dýpi er harðfenni og góður rennslisflötur. Með gamaldags skófluprófi féll stöpullinn við einungis þyngd skóflunnar á svipuðu dýpi og í samþöppunarprófinu.

Förum varlega utan troðinna brauta, eins og alltaf:)

Bk.
Ági