Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58233
0801667969
Meðlimur

Miðvikudagur 13 mars 2013 kl:13:00

Himneskt veður. Sól, stafalogn og nýsnævi yfir öllu. Sannarlega sólbrúnkuveður.

Þetta nýsnævi er nú bara örþunnt lag sem lagar „lúkkið“ á Fjallinu.

Færi í troðnum brautum er örlítið blautt og mjúkt, vorkennt, sem er bara besta mál. Utan brauta er ekki jafn hart og var en samt ekkert til að elstast við.

Í svona dásemdarveðri er fátt betra en renna sér í göngubrautina og fara út á Heiði og inn í Kerlingardal.

Kv. Árni Alf.