Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58216
0801667969
Meðlimur

Þriðjudagur 5 mars kl: 10:00

Eftir óvenju langvinna og mikla hláku, tveggja vikna látlaust austan hvassviðri og mjög mikla rigningu þá slotaði þessu s.l. laugardag. Á sunnudeginum var unnið í ýtingum og í gærmorgun voru helstu skíðaleiðir tilbúnar til opnunar.

En það er farið úr öskunni í eldinn. Í stað suðaustan slagveðurs var komin brjáluð norðanátt með fimbulkulda. Núna er hér 13 stiga frost og fer í hviðum yfir 20 m/s. Dálítið kuldalegt.

Í dag verður keyrt snjó í barnabrekkurnar kringum skálann. Svona til að fullkomna þetta.

Á morgun er spáð snarvitlausu veðri af NA. Kosturinn er að það er einhver snjókoma í þessu.

En í stuttu máli. Fjallið er tilbúið og bíður þess að verða opnað þegar veður leyfir. Fimmtudagurinn lítur þokkalega út.

Ekki hefur verið unnið í göngubrautinni en hún ætti að komast inn fljótlega.

Kv. Árni Alf.