Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58191
0801667969
Meðlimur

Sunnudagur 17 feb 2013 kl:08:30

Rættist úr deginum í gær. Létti til og varð úr bara nokkuð fallegur dagur.

Ánægjulegt að sjá hversu þéttsetnar barna-og byrjendalyftur, ásamt töfrateppi hafa verið undanfarna daga. Aldrei áður man ég eftir að fólk hafi verið að mæta með börn og byrjendur í miðri viku og að kvöldlagi í svona miklum mæli.

Kannski tíðarfarið hafi hér eitthvað að segja. Fólk loks farið að átta sig á að það verður að nota þá fáu daga sem gefast?

Ekki skýrir töfrateppið eitt og sér þessa aukningu eða hvað?

Annars byrjaði ekki að snjóa að ráði hér fyrr en um sexleytið í morgun. Hviður alveg upp í 30 m/s. A.m.k. kominn svarta bylur. Hlýnar og lægir seinni partinn. Ágætt að huga að snjóflóðahættu.

Annars verður vikan votviðra og vindasöm. Nægur snjór á lager. Þetta er nú einu sinni Ísland.

Kv. Árni Alf.