Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Þriðjudagur 5 feb. 2013 kl: 13:30
Hér er léttskýjað, smá norðan gola og fimm stiga frost. Fallegt að litast um eftir norðvestan hretið í gær. Hekla, Eyjafjallajökull og Skjaldbreiður eru þarna í dálítilli fjarlægð. Svo er að sjá að talsvert hvasst sé á Eyjafjallajökli og Heklu. Einhverjar strókar frá þessum fjöllum. Kannski tómt rugl í mér. Kannski sé bara farið að gjósa enn eina ferðina.
Hér er allt talsvert vindbarið og utanbrautafæri eftir því. Það hefur bætt talsvert mikið í snjó hér svo varla er hægt að kvarta. Eðal færi í troðnum brautum.
Suðaustan gjólu spáð á morgun svo það er um að gera að nýta daginn. Hvort sem menn fara á skíði eða gera eitthvað annað á fjöllum.
Kv. Árni Alf.