Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58142
0801667969
Meðlimur

Föstudagur 25 jan. 2013 kl:13:00

Hér er stafalogn, talsvert frost og bjartviðri. Reikna með að færið sé býsna gott þó ég hafi enn ekki stigið á skíðin. Það er lausmjöll ofan á þéttara lagi sem spurningin er hvað heldur vel. Allt féll þetta í gær og nótt.

Snjóflóðaspýjur má sjá hér og hvar eins og búast mátti við.

Kv. Árni Alf.

Update kl: 14:30

Flott færi. Púður ofan á vel heldri skel. Eitt skásta færi vetrar. Vek athygli á að melar og grjót geta verið huldir púðri neðarlega í Fjallinu.

Annars reikna ég með að það verði komin svarta bylur hér skömmu eftir hádegi á morgun. Endilega nýta daginn og tímann vel.