Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Fimmtudagur 17 jan 2013
Alltaf er kallinn jafn sannspár. Varaði við bullandi snjóflóðahættu á þriðjudag. Svo les maður þetta í hádeginu í dag:
http://www.visir.is/sersveitin-gekk-fram-a-nyfallid-snjoflod-vid-aefingar/article/2013130119192
Þannig hefur flóðið líklegast fallið á þriðjudeginum 300 metrum norðan Framskálans í Eldborgargili. Þetta er öll fjallshlíðin á 400 m kafla. Býsna myndarleg snjóflóðatunga. Bæði þykk og þung. Náði nú ekki að skoða þetta almennilega en 3 metra snjóflóðastöng náði hvergi niður í tungunni.
Það er svo sem við það sama hér. Snjóar og rignir til skiptis í hvassri austan átt. Sama spá fyrir næstu daga. Frost eftir helgi.
Kv. Árni Alf.
P.S. Fór eitthvað að hugleiða ef þarna hefði verið fullt af skólakrökkum í gistingu. Þau eru vön að þvælast um allt án tillits til veðurs eða aðstæðna.
Í fyrra féll snjóflóð stórt flóð 300 metrum sunnan við skálann. Reyndar fyllti það flóð hálfa skíðabrekkuna. Það er því deginum ljósara að snjóflóð eru eitthvað til að hafa áhyggjur af á svæðinu. Hvort sem það er opið eða lokað.