Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58076
0801667969
Meðlimur

Föstudagur 28 des. 2012

Jæja. Nú hyllir undir að desember og árið renni sitt skeið. Búin að vera ansi skrautleg og umhleypingasöm tíð undanfarið og opnanir strjálar. Ekki hefur vantað snjóinn svo mikið er víst.

Það gerði smá hita og bleytu fyrir jól en svo fraus þetta í hálfgerðan ísklump. Nú í dag hefur snjóað verulega mikið og skafið duglega af austri. Það má því reikna með talsverðri snjóflóðahættu.

Vonum að þessari ótíð fari nú senn að ljúka.

Kv. Árni Alf.