Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57400
0801667969
Meðlimur

20. jan. 2012 kl. 22:00

Byrjaði að snjóa duglega og blása um níuleytið í morgun. Rétt fyrir hádegi slotaði úrkomunni og komið var allsvaðalegt nýsnævi, þrælfínt púður. Geggjað utanbrautarfæri.

Reyndar hafði snjóað svo duglega að þrjú snjóflóð höfðu fallið niður í skíðaleiðir á suðursvæðinu. Eingöngu eftir ca. tveggja tíma snjókomu og skafrenning. Þetta er ekki lengi að gerast. Sæmilega efnismiklar spýjur.

Þar sem flóðin höfu fallið var bara bert harðfennið eftir í hlíðinni. Vorum í kvöld að ýta við hengjum þarna á svæðinu. það hélt áfram að mygla niður í allan dag. Ef ekki hvessir of mikið ætti skíðafæri utanbrautar að haldast gott. Er hæfilega bjartsýnn.

Kv. Árni Alf.