Re: Re: Belgir og snjór

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Belgir og snjór Re: Re: Belgir og snjór

#58118

Áhugavert að skoða þessa skýrslu. Já og merkilegt þetta með að gædinn með belgina hafi grafist mest.

En má maður draga þá ályktun að belgirnir hafi gert illt verra? Held að það sé hæpið. Er það ekki bara eins og að benda á að einhver hafi bjargast úr bíl sem lenti í vatni af því hann var ekki í belti og draga þá ályktun að það sé ekki gott að nota belti almennt?

Eða þá að úthúða bólusetningum (eins og virðist vera í tísku í dag) af því að þær geta haft einhverjar aukaverkanir í för með sér í sumum tilfellum eða hitt einhvern sáralítinn minnihluta illa fyrir þannig að hann hljóti skaða af?

Fyrsta sem mér datt í hug var… vá, djöfull grófst hann mikið. Hversu djúpt hefði hann verið ef hann hefði ekki verið með belgina?

Annars hef ég ekkert pælt í statistík varðandi þessa belgi og veit ekki hvort þeir sé bara hluti af einhverju alsherjar samsæri um að fá skíðamenn til að kaupa eitthvað gagnslaust dót í besta falli sem kostar fullt af monníngum. Efast um það satt að segja.