Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57722
Karl
Participant
Ívar F Finnbogason wrote:
# Þeir sem þiggja laun fyrir að fara með aðra í ferðalög verða að hafa tilskilin leyfi til þess. Komi eitthvað upp á þá er mögulegt að þeir sem bera af því skaða eigi skaðabótakröfu á viðkomandi.

Ekki ætla ég að draga úr eldmessu Ívars um að menn valdi verkum sínum.

Raunveruleikinn er hinsvegar sá að á Íslandi má Hver-sem-er leiðsegja Hverjum-sem-er, Hvar-sem-er og Hvenær-sem-er. Einu undantekningarnar sem ég man eftir í svipin eru störf hafnsögumanna og hreindýraveiðimannaleiðsögumanna sem krefjast opinbers stimpils.
Það eru einfaldlega engin leyfi og reglur til um störf leiðsögumanna og Hver-sem er má leigja sér Hvaða-leiðsögumann-sem-er í Hvað-sem-er.

Hinsvegar gildir það um öll mannanna verk að það skiptir máli að þau séu vel unnin og allir eiga að standa ábyrgir gerða sinna

Síðan eru til reglur um formlega ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur, -en það er allt önnur ella.

Svo er alltaf uppi spurningin um siðferðisleg gildi þess að draga fólk fótgangandi í þann djöfulskap að vandalisera skíðabrekkur á skósólunum…