Home › Umræður › Umræður › Almennt › allir á Hnúkinn! › Re: Re: allir á Hnúkinn!

Það er gott að Ívar sér kaldhæðnishúmorinn í þessum skrifum mínum.
Ykkur sem bölsóttist hvað mest yfir þessum „freelanserum“ þá get ég sagt ykkur þær gleðifréttir að ferðamálastofa er með í smíðum reglur sem gera kröfur um menntun til handa þeim sem taka að sér leiðsögn á jöklum.
Þar segir:“ Starfsmaður sem leiðsegir í gönguferðum á snæviþöktum jöklum skal hafa góða reynslu og þekkingu af ferðalögum á slíkum jöklum bæði að sumar og vetrarlagi. Hann skal hafa lokið að minnsta kosti eftirfarandi námskeiðum sem sambærileg eru þeim sem kennd eru í leiðsöguskólum, sem viðurkenndir eru af menntamálaráðuneytinu, björgunarskóla landsbjargar eða viðurkennda alþjóðlega menntun á þessu sviði „.
Ferðamennska
Rötun
Wilderness first
Fjallamennska 1 og 2
Ferðast á jöklum
Snjóflóð 1
Þessar tillögur eru af hinu góða og ég fagna þeim. Ég geri ráð fyrir að þær taki gildi fyrr en seinna. Þær eru í umsagnarferli núna.
En ekki tala illa um björgunarsveitir. Þær eiga það ekki skilið…