Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57739
2806763069
Meðlimur

Sæll Karl

Ég er ekki hafinn yfir gangrýni frekar en aðrir og verð satt best að segja að það renna á mig tvær grímur þegar DV er komið í málið. Það var ekki planið en svona eftir á að hyggja kannski jafn fyrirsjálnlegt og lélegt skyggni á Hvannadalshnúk.

Hugmyndafræðin á bakvið þetta var fyrst og fremst að vekja þá sem núna er verið að sjanghæa í ferðir á Hnúkinn og viðlíka fjöll aðeins til umhugsunar um að það er ekki alltaf einfalt mál að bera ábyrgð á öðrum á fjöllum, hvort sem ábyrgðin er lagaleg eða bara sú sem við berum almennt á samferðarmönnum okkar.
Menn þurfa hinsvegar ferðaskipuleggjenda-leyfi til að bjóða upp á afþreyingarferðir. Það er ekki atvinnurógur – það er bara þannig! Hefur samt ekki neitt með hæfni að gera.

Þetta með Njálsgötuna var nú bara svon insider djók fyrir Halla – en auðvitað býr helmingurinn af öllum fjallamönnum landsins á Njálsgötunni. Ég held að það hafi ekki valdið neinum verulegum óþægindum en biðst að sjálfsögðu velvirðingar á því hafi það gerst.

Þetta með bakpokana er svo mest lýsandi dæmið af öllum. Hafi menn virkilega hugsað málið til enda hlýtur niðurstaðan að vera að maður vill hafa öll auka föt og annað sem í bakpokanum leynist meðferðis þegar farið er upp í versta veðrið og verið er að fara yfir stærstu sprungurnar. Hafi menn ekki hugsað málið til enda þá ættu þeir kannski að leggjast aðeins yfir það áður en þeir fara með hóp af óvönum á fjöll.

Ég sé því ekki eftir að hafa hafið þessa umræðu, ég mun ekki hefja hana á öðrum vettfangi því ég tel þetta vera þann vettfang sem nær til þeirra sem eiga að heyra. Og þeir sem ekki hafa áhuga og sjá ekki skemmtanagildið í þessu munu líklega bara sleppa því að lesa svona umræður.

Góðar stundir,
Softarinn