Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður í hlíðarfjalli Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

#56185
2808714359
Meðlimur

Sælir félagar og afsakið að ég skuli ekki vera búinn að setja eitthvað að viti inn hér fyrr.
Ég er staddur á Reyðarfirði á WFR námskeiði og gat því ekkert skoðað í dag.

Miðað við veðurfar var ég nokkuð stressaður yfir snjóflóðaaðstæðum í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum dögum síðan. Því miður hefur skyggni verið afleitt flesta daga og hef ég því ekki farið mikið út fyrir brautirnar. Að fenginni reynslu hef ég komist að því að það sé gott að sjá aðeins upp fyrir sig þegar maður er að þvæla þetta út í púðrið.
Ég náði samt að taka nokkrar gryfjur og komst að því að snjórinn er stöðugri en ég bjóst við. Ég athugaði í suðurhlíðum norðan við Strýtuna. Ég er þó alls ekki að segja að snjóalög séu örugg, bara ekki eins slæm og ég bjóst við.
Ein gryfjan sem ég man eftir var meter á dýpt, niður á fast. Neðst var 50cm púður, svo kom 15cm sykurlag með harðri skel ofan á og efst var pakkaður fleki.

Hmmmm uppskrift að hamförum er það ekki?

En ég mokaði og skar út prófíl, lagði skófluna ofan á og lamdi svo ofan á hana. Pakkaði flekinn var það sem fór af stað en ekki fyrr en ég lamdi fast ofan við öxl.

Ég mundi skíða þarna en ekki einn og alls ekki án ýlis og ekki í bröttustu brekkunum.

kv
Jón H