Re: Re: Aðgengi að Spora

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi að Spora Re: Re: Aðgengi að Spora

#57956
1811843029
Meðlimur

Hæhæ
Ég átti mjög gott spjall við Steinar á Fremri-Hálsi um Spora og aðgengi að fossinum.

Í stuttu máli þá hefur hann ekkert á móti því að fólk komi að klifra í Spora svo lengi sem fólk lætur vita af ferðum sínum og sýnir tillitsemi.

Hann vill að ALLIR sem koma að klifra banki uppá hjá sér og láti vita af ferðum sínum, fái að vita hvar má leggja og og slíkt. Hann lítur ekki á það sem ónæði, svo lengi sem fólk er á kristilegum tímum. Hann nefndi líka að hann hefur fylgst með að þeir sem fara uppeftir skili sér aftur niður sem er auðvitað frábært öryggi fyrir klifrara. Einnig hefur komið fyrir að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti rati ekki uppeftir en þá er Steinar boðinn og búinn að leiðbeina rétta leið.

Þegar farið er að klifra í Spora:

-Vera á kristilegum tíma.
-Banka uppá, kynna sig og tala við fólkið á bænum. VERA KURTEIS, við erum gestir!
-Leggja bílum eingöngu þar sem fólkið á bænum segir að megi leggja.
-Ganga vel um girðingar og hlið.
-Reyna að koma aftur niður á kristilegum tíma.
-Banka aftur uppá við brottför og þakka fyrir sig.

Þetta er nú ekki flóknara og ætti ekki að vera neinum ofviða.
Eins og alltaf geta fáir sem haga sér illa skemmt fyrir öllum hinum. Breiðum út boðskapinn og höldum góðu sambandi við landeigendur við Spora!

F.h stjórnar Isalp,
Atli Páls.