Re: Jæja

Home Umræður Umræður Almennt Grípum til vopna!!! Re: Jæja

#47767
2806763069
Meðlimur

Sumir eiga mjög erfitt með að tala af einhverju viti og ætla ég að svo stöddu ekki að blanda mér inn í frekar barnalegar umræður um ritskoðun hér að ofan en segi bara að stundum tekur yfir bakafullan lækinn og verður að hafa hemil á minna þroskuðum mönnum. En nóg um það, nenni satt best að segja ekki að rífast um þetta lengur.

Hitt er annað mál að Jökull Bergmann hefur mikið til síns mál varðandi yfirgang stjórnvalda að því er mér finnst. Þetta er auðvitað eitthvað sem hver og einn verður að ákveða fyrir sig.

Það kom hinsvegar upp nokkuð smellin hugmynd varðandi þetta mál í Klifurhúsinu um daginn. Hún var að efna til ísklifurfestivals í Dimmugljúfrum næsta vetur og bjóða þangað einhverjum stór-löxum og vekja þannig áthyggli á annarskonar nýtingu landsins.

Hugmyndin er alls ekki svo slæm þegar tekið er tillit til þess að besta veðrið er alltaf á norð austurlandi (og minnsta klifrið til þessa).

Um pólitíkan tilgang þannig aðgerða getur svo hver og einn dæmt fyrir sig, fyrir marga væri þetta einfaldlega tækifæri til að klifra fallegar leiðir sem mun ekki gefast aftur á þessu árþúsundi og líklega lengur.

Svo hvet ég menn til að horfa til framtíðar og hætta að velta sér upp úr fortíðinni. Þetta ritskoðunarmál hefur margoft verið rætt og tel ég að fengist hafi viðhlýtandi skýringar á því afhverju ritskoðun var beitt. Ef einhver er enn ósáttur skal bent á auglýsingarnar sem príða vefin núna en væru varla þar ef menn væru hér aðalega að níða skóinn af hvor öðrum og þeirra nánustu.

kv.
Ívar Harðkjarni