Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Helgin › Re: Arab skipstjóri skutli sínum skaut út á svartan sæ…
2. febrúar, 2008 at 23:45
#52353

Participant
Hæ
Við Bernd fórum í Glymsgil í fimbulfrosti í morgun. Áin er við það að verða vel frosin, en er eiginlega ennþá illa frosin. Vantar herslumuninn. Við fórum því ekki alla leið inn að Glym, þó að ég útiloki ekki að það hefði verið hægt ef viljinn hefði verið til staðar. Og kannski vöðlur.
Þess í stað staðnæmdumst við við Hval 1, og klifum hann upp á brún, auk Þorsta þar fyrir ofan. Mér sýndist Hvalur 3 einnig vera í firnagóðum aðstæðum. Allar styttri leiðir utar í gilinu voru í mjög góðum aðstæðum.
Eyjafjöllin á morgun ef veður heldur.
Allez!
Skabbi