Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2023-2024 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2023-2024
12. desember, 2023 at 13:31
#84287

Participant
Lengi lumar Hvalfjörðurinn á meiri skemmtun. Við Ágúst fórum á nýtt svæði við Hvalfjarðareyri 10. desember. Við uppgötvuðum þennan ís í lok síðasta tímabils og höfðum einfaldlega ekki tíma til að fara í þetta áður en vorið kom. En um helgina gafst tækifærið og mikið var þetta gaman.
Ég er búinn að bæta þessu við á Hvalfjarðarsíðuna. Eins og sést þá er annar sektorinn ófarinn, þ.e. Sigurjón. Vonumst við til að aðrir ísalparar geri sér ferð – þetta er frábært æfingasvæði í afar kósí umhverfi. Reyndar sýndist okkur að Gunnar Már hefði farið í gær og því fögnum við innilega.