Home › Umræður › Umræður › Almennt › Stóra gráðunarmálið › Reply To: Stóra gráðunarmálið

Góð hugmynd Ottó, við ættum að vinna að útfærslu á þessu.
Það verður líka bíó þegar einhver erlenda kempan kemur hérna og segir að þetta sé allt sandpokað og leggur til hærri gráður 🙂
Þarna fundum við eitthvað til að vera sammála um Siggi, það er líka ekkert confusing að leðirnar fá gömlu YDS gráðurnar og nýju frönsku gráðurnar, sem passa svo alls ekki saman. Finnst alveg magnað að þetta hafi bara flogið í gegn. Fyrir svona 15 árum var einn sector gráðaður í frönskum útlandagráðum og svo sögðu allir bara „neeeeeeei“, vippuðu þessu yfir í íslenskar YDS og síðan ekki sögunni meir.
Ég sé ekki alveg ávinninginn af þessum gjörningi, þrátt fyrir að hafa hækkað mig um gráðu, sem er náttúrulega eitthvað.
Ég bíð bara spenntur eftir að einhver fari að breyta tímanum mínum í 10 km í útlandamínútur og réttstöðulyftan gæti nú þegið útlandakíló!
Kv.
Softcore