Reply To: Ísklifuraðstæður 2021-22

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2021-22 Reply To: Ísklifuraðstæður 2021-22

#77707
Otto Ingi
Participant

Ég, Baldur, Palli og Siggi Tommi fórum Þilið í Eilífsdal 27.12.2021.
Ágætt færi til að jeppast inn dalinn ef menn treysta sér í það, að minnsta kosti rúmlega hálfan dalinn þar sem við týndum slóðanum. Smá viðvörun, það er búið að ýta upp grjóthrúgu á veginum mjög snemma, það er ástæða fyrir því, áin hefur greinilega farið þarna yfir og þarna er frosið 30-50 cm djúpt vatn, vel hægt að festa sig þar (tala af reynslu). Maður þarf að læðast meðfram girðingunni aðeins fjær ánni, eiginlega ekki slóði samt.
Labbið inn eftir var fínt, enginn snjór í dalnum og snjórinn í aðkomubrekkunni var grjótharður og engin snjóflóðahætta akkúrat núna.
Klifrið var alveg upp á tíu og Þilið gaf allt það besta. Flottur ís og hengjan í toppinn var vel hörð.
Einfarinn, allar tjaldsúlurnar (ekki tjaldið) og Þilið allt í flottum aðstæðum

Myndir í opnu facebook albúmi hér