Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltaumræðan afturgengin? Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

#68276
Siggi Richter
Participant

Smá uppfærsla á akkerismálum, mig langar að minnast á það að Jón Viðar, Stebbi og fleiri eyddu helgi á Hnappavöllum í september vegna viðhalds á svæðinu, en ásamt því að hressa upp á gömul akkeri o.fl þá var boltuðum sigakkerum einnig bætt við í leiðirnar Vöfflujárnið og Svart regn.

Báðar eru þriggja stjörnu dótaleiðir á Hnappavöllum og nú er bæði auðvelt að koma fyrir línu í ofanvað í leiðunum og hreinsa tryggingar eftir leiðslu!