Home › Umræður › Umræður › Almennt › Hvað er að frétta? › Reply To: Hvað er að frétta?
18. september, 2019 at 17:07
#68206

Keymaster
Ég og Rob byrjuðum á endurboltun Hnefa í Hvalfirði. Sem stendur eru 3 af 5 leiðum tilbúnar með nútíma búnaði en Spegillinn og Spegilbrotið eru eftir. Stefnan er tekin á að ná að klára þetta núna í haust en ef veðrið lætur ekki af stjórn þá er vorið til vara.
Einnig erum við búnir að sjá möguleika fyrir alla vega tvær leiðir í viðbót sem verða vonandi léttari en leiðirnar sem eru nú þegar til staðar.
Gömlu leiðirnar eru mjög flottar, byrja allar á stuttu en bröttu yfirhangi og fara svo yfir í aðeins meira jafnvægisklifur. Bergið er ekki ósvipað Valshamri og er mjög þétt og gott.