Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltaumræðan afturgengin? Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

#68046
Siggi Richter
Participant

Engar áhyggjur, ég vildi vera dálítið dramatískur til að espa upp blóðið í mönnum hérna (höfum enga sjóðheita umræðuþræði fengið hér lengi), en þú ert alltof yfirvegaður 😉

Ég get kannski ekki sagt að mér finnist boltuð akkeri ávalt lausnin, en jafnvel bara að hafa einn/tvo vel falda bolta með reglulegu millibili yfir brúninni (eins og í gerðubergi) flýtir ótrúlega fyrir. Þess vegna finndist mér ágætis samfélagstilraun að sjá hvort „betrumbætur“ á leiðum á fyrrnefndum svæðum myndu verða til hins betra eða verra.