Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2018-2019 Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

#67354
Siggi Richter
Participant

Veturinn bara kláraðist…
En við áttum samt leið um Grafning og Hvalfjörð um helgina og flest allt er í henglum eftir bræluna. Villingadalur og Eilífsdalur voru daprir í drullunni, en samt nóg af ís sem ætti vel að endast ef þessari hlákutíð lýkur fyrir Verslunarmannahelgi.
Óríon er enn þokkalega spikaður, en miðað við spánna er óskhyggja að treysta á að hann endist, og Múlafjall búið í bili, kannski að undanskildu Leikfangalandi.
Flest annað er svo gott sem kaput.