Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#64872
Jonni
Keymaster

Ég fór ásamt Ága og Dóra Danger í Suðurstrandarrúnt á laugardaginn. Dóri var slæmur í maganum og varð því eftir á Shellskálanum í Hveragerði, öskrandi á postulín. Ég og Ági létum það ekki á okkur fá og keyrðum út á Klaustur. Við komum aðeins og snemma og þurftum að bíða af okkur kuldaskil sem voru að ganga yfir. Veðrið fór úr slydduviðjóð yfir í heiðskýrt á hálftíma og við ljósmynduðum allar leiðirnar á Klaustri og létum vaða í eitthvað nýtt innst inni við bæinn Mörk. Sú lína fékk nafnið Dominos. Næst hlupum við upp leið sem blasir við frá bensínstöðinni og gáfum henni nafnið Altarisgangan, þar sem hún er við Kirkjugólfið.

Því næst brunuðum við í Skaftafell, því að sá sjaldgæfi aftburður hafði gerst að Svartifoss fraus, ekki vildum við missa af því. Við urðum fjórða teymið til að klifra hann á þrem dögum og hugsanlega það fyrsta til að ná því í birtu.

Fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á allar leiðir við Kirkjubæjarklaustur og Svartafoss sectorinn.