Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2017-18 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Fór ásamt Palla Sveins í Glymsgil í dag (laugardag 6. janúar ´18).
Fullt af ís í gilinu og skörin á ánni meiri en ég hafði reiknað með.
En þar sem við vorum þarna í +3°C þá ákváðum við að hætta okkur ekki yfir tæpa skör handan við Hval 1 (önnur tæp aðeins lengra sem leit heldur ekki gáfulega út).
Vippuðum okkur því bara í Hval 1 sem var í frábærlega skemmtilegum aðstæðum – passlega kertaður- og bólstraður og erfiðleikinn WI4+ eða létt WI5 (efri spönnin, fyrri WI4).
Set með glæsilega mynd af göngumaðurinn Flosi Eiríksson tók af okkur í seinni spönninni af brúninni hinu megin við gilið.
Sáum teymi í Nálarauganu í Brynjudal. Sáum ekki hverjir eða hvernig gekk (voru í miðri leið).
Fullt af ís þar á bæ. Óríón og Ýringur smakkfullir af ís en Snati reyndar langt frá því að ná niður.
Múlafjall kjaftfullt af ís sem fyrr.