Home › Umræður › Umræður › Almennt › Hönnun Bratta › Reply To: Hönnun Bratta
5. október, 2017 at 15:36
#63682

Keymaster
Hugmyndin sem við erum að vinna með er að hafa aðra álmuna sem svefnálmu (eingöngu) og hina álmuna sem matar- og samkomuaðstöðu (eingöngu).
Við erum að hugsa um olíukyndingu eins og er. Þingvallaþjóðgarður setti skilyrði um þurrklósett og við gerum ráð fyrir að annað herbergið í miðálmunni verði klósett, en hitt verði geymsla, t.d. fyrir eldavið ef það verður kamína.
Við ætlum að reyna að halda í það útlit sem var á skálanum þegar hann var á Kaldadal eftir besta megni. Það þarf að klæða skálann með Alu-zink (bárujárni) og koma fyrir loftunartúðum í klæðningu.
Endilega varpið öllum hugmyndum hingað fram!