Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61878
Helgi Egilsson
Keymaster

Hvernig litist ykkur á fund eftir verslunarmannahelgi? T.d. 10.ágúst. Við myndum þá fara vel yfir sögu málsins og forsendur fyrir þessari ákvörðun.

Svo ég svari þeim spurningum sem upp eru komnar (Frá Björk):

1. Það hefur ekki verið haldinn aðalfundur á þessu ári. Aðalfundir eru núna haldnir á haustin (september) í stað febrúar eins og það var. Ef þetta verður mjög umdeilt eftir fundinn í ágúst er hægt að bera þetta upp á aðalfundinum. Það er hins vegar ekki nóg að hafna bara þessari lausn. Þetta er lausnin sem nefndin komst að og ef menn sætta sig ekki við hana verða menn að taka málið að sér og klára það á annan hátt.

Það sem ég er að segja er: Það verður ekki kosið um þessa tillögu á aðalfundi með því að svara „Já“ eða „Nei“, heldur þarf að vera einhver valkostur á móti sem skilar skálanum 100% upp í Botnssúlur.

2. Við litum á FÍ sem áreiðanlegan aðila sem hefur mesta reynslu allra félaga á Íslandi í skálarekstri. Við litum á þá sem líklegan aðila til að klára dæmið með okkur og öflugan bandamann. Í lögum ÍSALP er til dæmis tekið fram að „Sé [ÍSALP] slitið og hætt starfsemi skulu allar eignir þess, lausa- og fastafjármunir fengnir Ferðafélagi Íslands til vörslu og umsjónar þar til Ísalp verður endurvakið“. Við rekjum sögu okkar til Ferðafélagsins og það hefur reynst okkur vel. T.a.m. hafa þeir alltaf lánað okkur salinn sinn endurgjaldslaust þegar þess hefur verið óskað. Upphaflega leituðum við að kaupanda að einni einingu af skálanum og út frá því spruttu viðræður við Ferðafélagið. Áður hafið fyrirtækið HL adventures (HL) sýnt áhuga á samstarfi. Þetta er fyrirtækið sem lét byggja skálann fyrir Land Rover, áður en hann var færður okkur. HL hafði flottar hugmyndir um nýtingu á skálanum, en það kom ekki til tals að þeir yrðu meðeigendur. Það er ekki útilokað að HL gætu nýtt skálann, þó rekstarformið og eignarhaldið á honum muni breytast.

3. Það er búið að áætla gróflega kostnað við að klára dæmið og við getum farið yfir það á fundinum.

  • This reply was modified 5 years, 2 months síðan by Helgi Egilsson.