Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61876

Hæ,

Ég er algerlega sammála því að þetta á að ræða vel og vandlega enda mikilvægt mál. Það er eitt sem hefur strax komið út úr þessu en það er að skálinn hefur fengið athygli eins og sést á umræðunum og það er frábært. Kannski sparkið í rassinn sem þurfti.

Aðallega vil ég fá að vita meira um þetta mál og sama gildir örugglega um miklu fleiri. Svona við fyrstu sýn eða lestur þá er maður skeptískur, í það minnsta þarf ég að fá frekari upplýsingar um málið.

Helgi segir: „en notkunin er slöpp sem sést á því að veltan í gegnum skálann samtals árin 2010-2014 var undir 200.000 kr“ Held að hér sé heldur ekki hægt að bera skálana saman. Bratti er miklu nær Reykjavík og bara það mun verða til þess að hann fái mun fleiri heimsóknir. Er líka búið að reikna inn í þessa tölu verðgildi þeirra gistinátta sem voru látnar í skiptum fyrir vinnu? Voru þær ekki allnokkrar?

Förum rólega í þetta og gefum sem félagsmönnum færi á að verða upplýstir. Sumarið er afleitur tími til fundahalda, ég kemst til dæmis alls ekki 20. júlí.

Takk fyrir mig.

Kv. Björgvin