Reply To: Allt að gerast í klifrinu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Allt að gerast í klifrinu Reply To: Allt að gerast í klifrinu

#61074
Siggi Tommi
Participant

Við heimalingarnir búum víst líka stundum til fréttir svo það þarf ekki alltaf erlenda farandklifrara til að gera eitthvað nýtt og ferskt. 🙂

Við Robbi klifruðum alltént austurvegginn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð í gær.
Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) fjallaveggjum landsins.
Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
Annars kemur nánari ferðasaga og skráning á næstu dögum.