Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#60708
Bergur Einarsson
Participant

Teitur var feitur en ekkert sértaklega heitur, ísinn þar af leiðandi harður af sér, dálítið uppstökkur og yfirspenntur fyrir klifri, a.m.k. yst.

Fórum semsagt þrír í hálfgerða ísklifurleiðslu æfingaferð í Teitsgil fyrir ofan Húsafell nú á sunnudaginn. Mikill ís í öllum leiðunum í gilinu en töluvert af snjó fyrir ofan þær. Enduðum á að klifra ekki í aðalskálinni heldur stöllótta leið í vestur hlið gilsins, neðan við skálina sem hinar leiðirnar eru í. C.a. 60m samtals af af II til III+ stöllum klifraðir í þremur spönnum.

Það er alltaf dálítið sérstakt en gaman að klifra í svona miklu frosti en það voru -17°C þegar við byrjuðum. Þetta er samt víst ekki gott samkvæmt fræðunum því ís verður stökkari og togspenna eykst í fossunum þegar kólnar. Fundum vel fyrir hvað allt var stökkt og hart, öxin skoppar miklu meira til baka eftir höggin auk þess sem allt ysta lagið sprakk oft af. Ísinn sem var eftir þegar ysta lagið var farið virtist síðan vera heitari, enda tekur það tíma fyrir frostið að smjúga inn í ísbunkana. Innri ísinn tók síðan mun betur á móti öxum.